Óumbeðin áskrift að Mogga

Nú lítur út fyrir að þrír miljarðar króna séu að falla á landsmenn vegna skulda Morgunblaðsins við bankana okkar. Þetta eru um tíu þúsund krónur á hvert mannsbarn. Ég, konan mín og litlu börnin okkar tvö þurfum víst að borga fjörtíu þúsund krónur í óumbeðna áskrift að Mogganum. Til þess svo að tryggja að Mogginn haldi öruglega áfram að vera málgagn auðmanna og afturhalds, þá munnu nokkrir harðir hægrimenn kaupa blaðið að þessum afskriftum loknum.

Fyrst fékk Björgólfur Landsbankan frá Davíð, svo fékk hann Moggann og nú lokast hringurinn og Davíð fær Moggan frá Björgólfi.

Vonir manna um frjálsa fjölmiðlun enda enn einu sinni í Moggalygi.


mbl.is Þrjú tilboð bárust í Árvakur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband