Minning um land

Undir miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunnar hvílir land sem hvorki stór hluti núlifandi kynslóða né komandi kynslóðir munu fá að kynnast. Vegna þessarar staðreyndar munu Ung vinstri-græn standa fyrir sorgar- og minningarstund næstkomandi laugardag, þann 6. janúar kl. 13:00, að Suðurgötu 3.

Við hvetjum alla félaga, jafnt unga sem aldna, til að koma. Bakkelsi úr ofnum ungliða verða á borðum og heitir jafnt sem kaldir drykkir til þess að skola því niður með.

Tveir flokksfélagar, annar sem hefur notið náttúrudýrðarinnar fyrir austan sem nú er undir lóni og hinn sem mun aldrei fá þess notið, munu taka til máls og minnast landsins.


Þrátt fyrir sorglegt tilefni vilja Ung vinstri-græn jafnframt nýta það til að veita ákveðum hóp verðlaun fyrir ósérhlífna baráttu fyrir náttúru Íslands. Einnig verður kynnt ljósmyndabók sem stjórn Ungra vinstri-grænna hefur útbúið í samstarfi við Christopher Lund, ljósmyndara. Þessi bók sem framleidd var í einu eintaki verður afhent landsbókasafni til varðveislu. Bókin geymir ljósmyndir af Kárahnjúkasvæðinu áður en því var drekkt. Það er ósk Ungra vinstri-grænna að núlifandi og komandi kynslóðir fái notið þessara mynda sem örlítillar sárabótar fyrir landið sem tekið var frá þeim, þó þær muni aldrei jafnast á við að kynnast landinu af eigin raun.

Stjórn Ungra vinstri-grænna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband