Bullveita íhaldsins

Íhaldið er búið að vera með stórar yfirlýsingar hérna í Árborg undanfarnar vikur með svo fullt af staðreyndavillum, að það má furðu sæta ef þeir færa þær eingöngu fram af fáfræði en ekki í hreinu blekkingarskyni.  Þeir samþykktu að fara með miðbæinn okkar í arkitekta samkeppni og voru sjálfir við völd þegar sú vinna var mest í gangi, en núna halda þeir því fram að þeir hafi viljað fara allt aðra leið í þessu máli og vilja rifta samningum og byrja alveg upp á nýtt. Hvað gerðu þeir til að rifta samningum við Miðjuna meðan á 6 mánaða valdatíð þeirra stóð s.l. sumar? Hvaða dreifbýlishugsjón rak þá áfram í að koma í gegn á sama tíma blokkaskipulagi Sigtúnsreitsins, sem er nú innan núverandi miðbæjarskipulags?

Það var reyndar síðasta verk bæjarstjórnar íhalds og framsóknar fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2002 að troða þáverandi háhýsa hugmyndum Miðjunnar inn í skipulagsferli hér í Árborg.

Þar á undan hafði langvarandi seta íhaldsins í bæjarstjórn Selfoss ekkert viljað gera fyrir miðbæinn, sem samanstóð af gömlum skúrum, sláturhúsi og eyðimörk sem nú kallast því fína nafni bæjargarður og má ekki skerða með byggingum. Hvaða bæjargarð er verið að skerða? Þarna hefur aldrei verið neinn bæjargarður, nema um tíma á teikningum sem bæjarstjórn samþykkti en gerði ekkert meira með, sem er í stíl við annað í skelfilegu stöðnunartímabili íhaldsins hér í bæ.

Eyþór Arnalds, sem er nýr meðhjálpari íhaldsins hér í bæ, virðist vita fátt um forsögu mála og láta misvitra félaga sína bulla við sig, svo veitir hann bullinu framgang í öðrum fjölmiðlum og eigin bloggi. Eyþór minn, viltu ekki fara að kynna þér mál og hætta að vera þessi bullveita? 


mbl.is SR-verktakar segja Eyþór Arnalds fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Flott orð bullveita.

María Kristjánsdóttir, 18.6.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband