Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ræða mín frá flokksráðsfundi

Ég flutti ræðu um síðustu helgi á flokksráðsfundi Vg. Hérna er lengri útgáfa af henni enda fengum við einungis 4 mínútur til að tjá okkur. Svo lagði ég fram ályktun um afnám verðtryggingar og leiðréttingu á áhrifum útreiknaðar verðtryggingar á skuldir.

 

Fundastjóri og góðir fundarmenn.

Í dag er höfuðdagur. Hann er einn þeirra daga sem skipa stóran sess í íslenskri þjóðtrú. Á höfuðdaginn þótti vissara að vera búinn að heyja, ef ekki átti að farnast illa á komandi vetri. Hvernig hefur heyjast á íslenska býlinu þetta sumar? Hví erum við ekki að fagna töðugjöldum nú? Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar hefur starfað nær allt þetta ár. Ættum við ekki að vera að farin að sjá einhverja uppskeru? Ætti ekki að vera komin meiri taða í hlöðuna?

Ég held að enginn geti á móti því mælt að aldrei nokkurntíma hefur ný ríkisstjórn tekið við verra búi en þessi. Þeir flokkar sem nú skipa ríkisstjórn voru kosnir til tvenns, til að halda ræningjunum frá völdum og til að rétta hlut þeirra sem rændir voru. Þessir flokkar voru kosnir af því að fólk bar til þeirra mest traust, taldi þá ekki vera dulbúna erindreka ræningjanna, heldur raunverulega hagsmunagæslumenn alþýðunnar.

Til þess þarf fleira en góðan vilja. Við höfum skýra stefnu um það hvernig þjóðfélag við viljum hafa og jafnvel hvaða leiðir við viljum fara að því að ná því fram, undir eðlilegum kringumstæðum. En, nú eru kringumstæður ekkert eðlilegar og þar af leiðandi þarf nýjar aðferðir sem duga í þessum aðstæðum, að sumu leyti aðrar en við ætluðum.

Við Vinstri græn erum vinstriflokkur og sem slík leggjum við megin áherslu á velferð almennings og umhverfisvernd. Það er ekki stefna okkar að lækka laun. En hvað eigum við að leggja til, þegar þeir opinberu sjóðir sem við stýrum í ríki og sveitastjórnum, eru verr staddir fjárhagslega nú en um langa hríð? Getum við þá lagt til launalækkanir, eða að veita minni þjónustu? Svarið við þessum spurningum er auðvitað ekkert annaðhvort eða, heldur svoldið flóknara, um forgangsröðun og tímabil.

Skoðun nú aðeins heyfeng sumarsins, eftir þriggja mánaða heyannir á sumarþingi. Í hlöðunni er umsókn um aðild að Evrópusambandinu, samningur um greiðslu milljarða úr landi vegna ábyrgðar ríkisins á innlánsreikningum sem Landsbankinn safnaði á erlendis, samningur við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og nokkur ríki um gjaldeyrislán, samningur um nýtt álver í Helguvík og fleira.

Skoðum svo hvað vantar í hlöðuna, nú þegar kominn er höfuðdagur og heyfeng á að hafa verið náð. Þar er ekki yfirráðaréttur yfir auðlindum Íslands til lands og sjávar. Þar eru ekki óskoruð yfirráð yfir orkuauðlindum eða yfir fiskveiðiauðlindinni. Þar er engin velferðarbrú, sem fólk getur tiplað á yfir kreppugjána án þess að falla ofaní. Fjöldi fólks er kominn fram á gjáarbarminn og fái hann ekki brú, fellur hann framaf og slasast.

Af hverju er svona mikið tómahljóð í hlöðunni og það er kominn höfuðdagur?

Við vinstri græn stærum okkur af því að vera félagshyggjuflokkur. Í því felst ekki aðeins að við séum flokkur velferðar, heldur að við viljum taka félagslega, það er sameiginlega, á vandamálum. En erum við kannski samansafn harðsvíraðs einstaklingshyggjufólks? Viljum við ná sameiginlegri niðurstöðu um leiðir, eða viljum við hvert um sig fara eigin leiðir? Er það okkar helgasti staður í ritningunni, þar sem segir að hver þingmaður sé aðeins bundinn af eigin sannfæringu? Er það þess vegna sem okkur tekst ekki að beita samtakamætti til að ná meiri árangri? Er svona lítill heyfengur í hlöðunni af því að við eyddum of löngum tíma í sumar í að rífast um það hvort ætti fyrst að slá hátúnið eða niðurtúnið? Hvort ætti að keyra dráttarvélina réttsælis eða rangsælis um túnið og hversu oft ætti að snúa töðunni áður en hún væri hirt? Það er gott að sólbaka heyið í þrjá daga! En hvað ef það er að koma rigning? Heyjum við þá hálfþurrt hey, eða hirðum hrakning seinna?

Styrkur Vinstri grænna felst ekki í stefnunni. Styrkur Vinstri grænna felst ekki í góðum einstaklingum. Styrkur Vinstri grænna felst í samtakamætti þeirra. Við kjósum Vinstri græna út af stefnunni og við kjósum fulltrúa Vinstri grænna út af verðleikum þeirra einstaklinga, en við komum aldrei fram stefnunni nema með samtakamætti. Við verðum að koma okkur saman um það hvert við viljum fara, hvert sé markmið okkar. Við verðum að koma okkur saman um það hvernig við ætlum að komast þangað, um aðferðir við að ná markmiðinu. Við verðum síðan að standa saman um að fara þær leiðir til að ná því markmiði, líka þeir sem stungu upp á öðrum leiðum og jafnvel þeir sem stungu uppá öðrum áfangastöðum eða öðrum endastöðum. Það þýðir að innan okkar raða gerum við út um þessi mál og stöndum síðan saman um þau í framkvæmd, - öll. Það þýðir að þeir sem undirbúa ákvarðanir þurfa að vinna þær í samstarfi við þá sem eiga að samþykkja ákvarðanirnar og það þýðir að vinna verður eftir ákveðnum leikreglum til að komast að niðurstöðu. Því niðurstöðu verðum við að ná og henni verður að fylgja eftir með samtakamætti. Annars tekst okkur ekki að leysa farsællega þann gríðarlega vanda sem íslenskt þjóðfélag stendur frammi fyrir.

Það er sannfæring mín að sannfæring mín sé gagnslaus, ef mér tekst ekki að ná samkomulagi við aðra um framkvæmd hennar. Það er sannfæring mín að takist mér ekki að sannfæra aðra um allt mitt mál, þá verði því best borgið með samkomulagi við þá sem hafa svipaðastan málstað. Það er sannfæring mín að þótt ég sé ofboðslega klár, þá geti aðrir haft réttara fyrir sér og því sé ekki þjóðarvá fyrir dyrum þótt ég sættist á að láta reyna á þeirra leiðir, fyrst þeir skildu ekki hvað mín var miklu betri. Það er sannfæring mín, að samtakamáttur byggður á samkomulagi skili miklu mikilvægari árangri en sannfæring mín ein.

Í dag er höfuðdagur. Hafi illa heyjast á liðnu sumri, geta bændur huggað sig við það að á höfuðdaginn er að veðrabrigða að vænta og þá gera menn sé von um betri tíð framundan þar sem hægt verði að bæta að nokkru úr því sem ekki aflaðist í sumar.

Við þurfum að setja lög og reglur sem tryggja yfirráð yfir orkuauðlindunum. Það er vonlaust að ætla að láta ríkið punga út milljörðum til að kaupa upp nýjar og nýjar tilraunir fallít hreppa eða einkafyrirtækja til að selja þær auðlindir úr landi. Fyrir slíkt þarf að girða með lögum. Við þurfum líka lög um nýtingu orkuauðlinda, hverjar þeirra megi nýta og hvernig.

Við þurfum  lög og reglugerðir um fjármálafyrirtæki. Þurfum að komast að því hvaða bankarekstur við viljum hafa á hendi ríkisins og hvað af rekstri bankanna við viljum eftirláta einkaaðilum, innlendum sem erlendum. Við þurfum að ganga frá því hvernig fólk getur síðan fært sig á milli banka og ákveðið hvort það vill skipta við Deutche Bank, bandarískan vogunarsjóð eða íslenskan ríkisbanka.

Við þurfum að ganga frá því hvernig verður undið ofan af þeim hækkunum á skuldum heimilanna sem undanfarandi efnahagsástand hefur skapað, einkum vegna verðbólguálags á lán og fleiri viðskiptasamninga. Álag sem er bæði siðferðislega og fjárhagslega glórulaust.

Við þurfum að koma saman fjárlögum fyrir næsta ár og fjárhagsáætlun út þetta kjörtímabil.

Við þurfum að ræða málin og skiptast á hugmyndum og skoðunum. Svo verðum við að komast að niðurstöðu.

Og....!

Við verðum við að beita samtakamætti okkar til að framfylgja þeirri niðurstöðu.

- Öll.

Sumarstörfum er lokið. Höfuðdagur er í dag. Haustverkin eru brýn!


mbl.is Flokksráð VG vill afnám verðtryggingar sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðursmannasamkomulag

Þeir þingmenn Borgarahreyfingarinnar sem greiddu atkvæði gegn yfirlýstri stefnu sinni og kusu með Sjálfstæðisflokknum til að hefna sín á ríkisstjórninni, eru búnir að fyrirgera öllu trausti til sín, varanlega. Ég skil vel að þeim hafi þótt flest meðul boðleg til að koma í veg fyrir Icesavesamningana. En þarna töpuðu þeir meiru en þeir áunnu. Þeir munu klárlega aldrei njóta nokkurs trausts meðal annarra þingmanna, hvar í flokki sem þeir standa. Svo misstu þeir líka mikið traust meðal almennings.

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa viðurkennt að hafa gert heiðursmannasamkomulag um stuðning í tilteknum málum sem ríkistjórnin vildi ná fram þar á meðal um aðildarumsóknina um ESB. Mann kannski einhver eftir því hvað hinir stjórnarandstöðuflokkarnir urðu ævir þegar Borgarahreyfingin fékk fleiri menn í nefndum en hún hefði fengið ef hún hefði fylkt sér í liði með íhaldi og framsókn við nefndarkjör.


mbl.is Fréttaskýring: Jaðrar við klofning í þinghópi borgaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri ESB andstæðinga

Ég er á móti aðild að Evrópusambandinu og ég er á móti því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En, ef á annað borð er samþykkt að sækja um aðild, þá vil ég að það sé gert, samningar kláraðir og bornir fullbúnir undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðin gengur greinilega ekki einhuga til þessa verks, en hún mun heldur ekki gera það af aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja skuli um aðild. Með tvöfaldri atkvæðagreiðslu næst því ekki aukin þjóðarsátt heldur langvinnari átök.

Nú getum við sem ekki erum í samninganefndinni vonandi snúið okkur að brýnum verkefnum innanlands áður en þjóðin fer næst í hár saman út af Evrópusambandinu.

Þegar aðildarsamningurinn að Evrópusambandinu hefur verið felldur, hætta menn vonandi að tilbiðja þennan hjáguð.


mbl.is Evrópusinnar ættu að hafa áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er loksins komin endanleg niðurstaða

Þá er loksins komin endanleg niðurstaða um hvernig íslenska þjóðin getur hafnað inngöngu í Evrópusambandið. 

Hún gerir það eftir aðildarviðræður í kosningum. Þessi leið kostar okkur reyndar góðan skildinginn eða u.þ.b. milljarð, sem þar með verður ekki notaður til að halda uppi velferðakerfinu sem sitjandi ríkistjórn var að mínu mati kosin til að verja. En kannski er þetta öruggasta leiðin til að koma í eitt skipti fyrir öll í veg fyrir það að fólk tilbiðji Evrópusambandið í von um endurreisn á landi sem kom sér í þrot. Nú hefjast vonandi þær aðgerðir sem að nauðsynlegar eru til að koma heimilunum og fyrirtækjum landsins í rétt ásigkomulag og koma í veg fyrir alvarleg mistök eins og stefnir í með bankakerfið okkar.

Sjálfstæðismenn komu því miður í veg fyrir það að stjórnarskránni væri breytt fyrir síðustu kosningar, með yfir 600 löngum og innihaldssnauðum ræðum. Þess vegna er ekki hægt að fara í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning nú. Þess vegna verður atkvæðagreiðslan að vera ráðgefandi. Á hvorn veg sem hún fer, er það fráleitt að meirihluti Alþingis muni fara gegn vilja þjóðarinnar, hversu naumur eða rúmur sem hann verður.

Tillaga Sjálfstæðismanna, um að Alþingi ætti að taka aðildarsamning til afgreiðslu á undan þjóðinni, er tilraun til að opna á þann möguleika að Alþingi fari gegn vilja þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þeir ætla meirihluta Alþingis að samþykja eða hafna samningnum fyrst og gera þær stjórnarskrábreytingar sem þeir vilja fyrst og svo á þjóðin að fá að kjósa! Hvað ef Alþingi samþykkir samninginn og breytir stjórnarskránni, en þjóðin hafnar síðan samningnum? Á þá að breyta stjórnarskránni aftur til baka? Eða ætlar Alþingi að hafna nauðsynlegum stjórnarskrárbreytingum þannig að ekki verði hægt að fullgilda samninginn? 

Sú leið sem samþykkt var, gerir ráð fyrir að samningurinn fari beint í þjóðaratkvæði. Verði honum hafnað, er málið fallið og engar breytingar nauðsynlegar á stjórnarskrá þess vegna. Verði samningurinn samþykktur, eru Alþingismenn pólitískt skuldbundnir til að fara að vilja þjóðarinnar og fullgilda samninginn með þeim laga- og stjórnarskrárbreytingum sem til þarf. Svo einfalt er það! Að segjast vantreysta Alþingi til að verða að vilja þjóðarinnar "af því þetta var bara ráðgefandi skoðanakönnun" lýsir best hugarfari þeirra sem halda slíku fram. Þeim hinum sömu er ekki treystandi til að afgreiða samninginn á undan þjóðinni.

Ég vil þakka þeim þingmönum sem reyndu að koma í veg fyrir þessa tíma- og peningasóun. Sérstaklega lýsi ég mig sammála afstöðu Þuríðar Backman, sem greiddi atkvæði gegn öllum tillögunum. Hún var samkvæm sjálfri sér. Samt skil ég vel afstöðu þeirra þingmanna VG sem greiddu atkvæði með umsókninni, einhvertíma verður að fá botn í þetta deilumál og það verður greinilega ekki gert nema með því að bjóða þjóðinni upp á frágenginn samning til synjunar eða samþykktar. 

Að lokum: Þeir þingmenn Borgarahreyfingarinnar sem greiddu atkvæði gegn yfirlýstri stefnu sinni og kusu með Sjálfstæðisflokknum til að hefna sín á ríkisstjórninni, eru búnir að fyrirgera öllu trausti til sín, varanlega. Ég skil vel að þeim hafi þótt flest meðul boðleg til að koma í veg fyrir Icesavesamningana. En þarna töpuðu þeir meiru en þeir áunnu. Þeir munu klárlega aldrei njóta nokkurs trausts meðal annarra þingmanna, hvar í flokki sem þeir standa. Svo misstu þeir líka mikið traust meðal almennings.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir með öllum og enginn með mér

Engin furða að Sjálfstæðisflokknum finnist hann vera lagður í einelti á Alþingi. Var að horfa á fyrsta kjördæmisþáttinn í sjónvarpinu. Þar lýsti fulltrúi Sjálfstæðisflokksins því yfir að hann væri tilbúinn að fara í ríkisstjórn með hverjum sem er. Enginn lýsti því yfir að hann væri tilbúinn að fara í ríkisstjórn með honum og sumir jafnvel með hverjum sem er nema Sjálfstæðisflokknum. Þetta er sennilega rétt tilfinning hjá Sjálfstæðismönnum. Það vill enginn vera með þeim.

Æ, æ, svo vorkenndi þeim meira segja enginn og salurinn hló þegar vesalings Sjallinn minntist á argaþras.


mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hefur Davíð á þig?

Hvað höfum við oft heyrt spurt: Hvað hefur Davíð gegn viðkomandi fyrst sá þorir ekki að andmæla eða hreyfa við Davíð?

Uss, suss, suss! Hvað er fólk að væna Davíð um að hann sé að reyna að kúga fólk til hlýðni með hótunum um uppljóstranir?

Humm.. Hvað segir Davíð sjálfur?

Hann segir: Ég veit hvaða samtöl áttu sér stað sem leiddu til þess að hryðjuverkalög voru sett gegn Íslandi. Ég segi kannski seinna frá því!

Svo kom í ljós að Bretar sáu millifærslur og þurftu til þess engin samtöl.

Davíð segir líka: Ég veit hvaða einkahlutafélög og einstaklingar, þjóðþekktir menn og stjórnmálamenn fengu óeðlilega fyrirgreiðslu í bönkunum. Ég segi kannski seinna frá því!

Gott hjá Jóhönnu og Steingrími að hrekja Davíð úr Seðlabankanum, því eins og hann segir sjálfur fær hann málfrelsið eftir tvo daga. Þá segist hann sjálfur munu hafa frá ýmsu að segja.

Ég hvet þig, Davíð, til að segja frá, eins og segir þegar mönnum eru lesnar fyrir vitnaskyldur sínar fyrir dómstólum: Að segja satt og rétt frá og draga ekkert undan. Davíð, draga ekkert undan, heldur ekki vini þína.

Tókuð þið annars eftir því að hann sagðist hafa verið að taka til á skrifstofunni hjá sér og hafa fundið þar ýmis skjöl? Vonandi verður hann ekki búinn að sortera úr þeim í pappírstætarann áður en hann fer. En hann er byrjaður að pakka saman....


mbl.is Rannsókn sett til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki harðhentur

Fimm mínútna formaður framsólknarflokksins vill taka á Davíð með almennilegum vettlingatökum.

Mikið svakalega verður gott að fá ríkistjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins og án afskipta Framsóknarflokksins. Þessir flokkar helmingaskipta valda og auðs hafa komið þjóðinni á hausinn og eru enn í hagsmunabandalagi.


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að snúa bökum saman

Er hægt að dreifa byrðum kreppunnar réttlátlega niður á landsmenn?  Eða verður þeim jafn óréttlátlega skipt og auðnum? 

Hverjum treystir þú til að deila þessum byrðum réttlátlega út? Hverjir heldur þú að komi til með að mismuna fólki í landinu fái þeir til þess völd?

Vilt þú kjósa þann sem að vill leggja „styrka og örugga hönd“ Sjálfsæðisflokksins á stjórn landsins, til að forða henni frá „fjötrum félagshyggjunnar“?

Ekki vil ég það.


mbl.is Guðbjörn fer í prófkjörsslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óumbeðin áskrift að Mogga

Nú lítur út fyrir að þrír miljarðar króna séu að falla á landsmenn vegna skulda Morgunblaðsins við bankana okkar. Þetta eru um tíu þúsund krónur á hvert mannsbarn. Ég, konan mín og litlu börnin okkar tvö þurfum víst að borga fjörtíu þúsund krónur í óumbeðna áskrift að Mogganum. Til þess svo að tryggja að Mogginn haldi öruglega áfram að vera málgagn auðmanna og afturhalds, þá munnu nokkrir harðir hægrimenn kaupa blaðið að þessum afskriftum loknum.

Fyrst fékk Björgólfur Landsbankan frá Davíð, svo fékk hann Moggann og nú lokast hringurinn og Davíð fær Moggan frá Björgólfi.

Vonir manna um frjálsa fjölmiðlun enda enn einu sinni í Moggalygi.


mbl.is Þrjú tilboð bárust í Árvakur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

In 1965 Israel was scared the Beatles would corrupt the country


mbl.is Bítlabanninu aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband