Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Kristin arfleifð íslenskrar kirkju

Kristin arfleifð íslenskrar kirkju, er enn verri en kristið siðgæði. Jesú kom nefnilega fram með margt nýtt, sem gekk þvert gegn kenningum gamla testamentisins, svo sem um kærleika. Arfleifð kirkjunnar, þar á meðal hinnar íslensku, er hins vegar sneisafull af fordómum, dómhörku, græðgi og kúgun, þvert á nokkurn kærleika. Nægir þar að nefna Stóradóm, galdrabrennur, bannfæringar, kúgun kvenna og það hvernig kirkjan sölsaði undir sig mikið af eignum og tók margvíslegan þátt í kúgun almennings. Þetta er hluti af hinni kristnu arfleifð, sem við viljum ekki byggja skólastarf á. Rétt er að geta þess að margir þjónar kirkjunnar stunduðu kærleiksverk, en það er ekki hægt að benda bara á þau og horfa framhjá öllum hinum, þegar talað er um kristna arfleifð.

Þetta innskot um „kristna arfleifð íslenskrar menningar“ er komið frá Sigurði Kára og var samþykkt sem breytingatillaga frá meirihluta allsherjarnefndar milli 1. og 2. umræðu. Þetta er mótleikur fyrir það að menntamálaráðherra tók út „kristilegt siðgæði“ úr grunnskólalögunum. Vísun í „kristilegt“ siðgæði var fellt út til þess að standast mannréttindasáttmála Evrópu og bullið sem sett er inn í staðinn er til þess að sneiða fram hjá þeim vanda og troða trúarbrögðum inn aftur. Önnur gildi sem talin eru upp í sömu lagagrein getum við vel fallist á, þar á meðal ákvæðið um að byggja á kærleika.

„Trúarleg arfleifð“ er auðvitað bara arfleifð Ásatrúar og Kristinnar kirkju, svo það er ekki til neinna bóta að breyta þessu þannig. Þessi trúarbragða skírskotun á einfaldlega ekki við. Það er full þörf á að fræða skólabörn um okkar trúarlegu arfleifð og draga þar ekkert undan. Hins vegar á hún alls ekki að vera grundvöllur skólastarfs, eins og þarna er verið að troða inn.


mbl.is Ung VG lýsa yfir óánægju með þingmenn VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband