Þá er loksins komin endanleg niðurstaða um hvernig íslenska þjóðin getur hafnað inngöngu í Evrópusambandið.
Hún gerir það eftir aðildarviðræður í kosningum. Þessi leið kostar okkur reyndar góðan skildinginn eða u.þ.b. milljarð, sem þar með verður ekki notaður til að halda uppi velferðakerfinu sem sitjandi ríkistjórn var að mínu mati kosin til að verja. En kannski er þetta öruggasta leiðin til að koma í eitt skipti fyrir öll í veg fyrir það að fólk tilbiðji Evrópusambandið í von um endurreisn á landi sem kom sér í þrot. Nú hefjast vonandi þær aðgerðir sem að nauðsynlegar eru til að koma heimilunum og fyrirtækjum landsins í rétt ásigkomulag og koma í veg fyrir alvarleg mistök eins og stefnir í með bankakerfið okkar.
Sjálfstæðismenn komu því miður í veg fyrir það að stjórnarskránni væri breytt fyrir síðustu kosningar, með yfir 600 löngum og innihaldssnauðum ræðum. Þess vegna er ekki hægt að fara í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning nú. Þess vegna verður atkvæðagreiðslan að vera ráðgefandi. Á hvorn veg sem hún fer, er það fráleitt að meirihluti Alþingis muni fara gegn vilja þjóðarinnar, hversu naumur eða rúmur sem hann verður.
Tillaga Sjálfstæðismanna, um að Alþingi ætti að taka aðildarsamning til afgreiðslu á undan þjóðinni, er tilraun til að opna á þann möguleika að Alþingi fari gegn vilja þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þeir ætla meirihluta Alþingis að samþykja eða hafna samningnum fyrst og gera þær stjórnarskrábreytingar sem þeir vilja fyrst og svo á þjóðin að fá að kjósa! Hvað ef Alþingi samþykkir samninginn og breytir stjórnarskránni, en þjóðin hafnar síðan samningnum? Á þá að breyta stjórnarskránni aftur til baka? Eða ætlar Alþingi að hafna nauðsynlegum stjórnarskrárbreytingum þannig að ekki verði hægt að fullgilda samninginn?
Sú leið sem samþykkt var, gerir ráð fyrir að samningurinn fari beint í þjóðaratkvæði. Verði honum hafnað, er málið fallið og engar breytingar nauðsynlegar á stjórnarskrá þess vegna. Verði samningurinn samþykktur, eru Alþingismenn pólitískt skuldbundnir til að fara að vilja þjóðarinnar og fullgilda samninginn með þeim laga- og stjórnarskrárbreytingum sem til þarf. Svo einfalt er það! Að segjast vantreysta Alþingi til að verða að vilja þjóðarinnar "af því þetta var bara ráðgefandi skoðanakönnun" lýsir best hugarfari þeirra sem halda slíku fram. Þeim hinum sömu er ekki treystandi til að afgreiða samninginn á undan þjóðinni.
Ég vil þakka þeim þingmönum sem reyndu að koma í veg fyrir þessa tíma- og peningasóun. Sérstaklega lýsi ég mig sammála afstöðu Þuríðar Backman, sem greiddi atkvæði gegn öllum tillögunum. Hún var samkvæm sjálfri sér. Samt skil ég vel afstöðu þeirra þingmanna VG sem greiddu atkvæði með umsókninni, einhvertíma verður að fá botn í þetta deilumál og það verður greinilega ekki gert nema með því að bjóða þjóðinni upp á frágenginn samning til synjunar eða samþykktar.
Að lokum: Þeir þingmenn Borgarahreyfingarinnar sem greiddu atkvæði gegn yfirlýstri stefnu sinni og kusu með Sjálfstæðisflokknum til að hefna sín á ríkisstjórninni, eru búnir að fyrirgera öllu trausti til sín, varanlega. Ég skil vel að þeim hafi þótt flest meðul boðleg til að koma í veg fyrir Icesavesamningana. En þarna töpuðu þeir meiru en þeir áunnu. Þeir munu klárlega aldrei njóta nokkurs trausts meðal annarra þingmanna, hvar í flokki sem þeir standa. Svo misstu þeir líka mikið traust meðal almennings.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 16. júlí 2009 (breytt kl. 15:31) | Facebook
Nýjustu færslur
- Ræða mín frá flokksráðsfundi
- Heiðursmannasamkomulag
- Tækifæri ESB andstæðinga
- Þá er loksins komin endanleg niðurstaða
- Allir með öllum og enginn með mér
- Hvað hefur Davíð á þig?
- Ekki harðhentur
- Að snúa bökum saman
- Óumbeðin áskrift að Mogga
- In 1965 Israel was scared the Beatles would corrupt the country
- Kristin arfleifð íslenskrar kirkju
- NATO-væðing Íslands
- Efnahagur Íslands - Steingrímur J. Sigfússon
- Óþægilegar staðreyndir
- Ung vinstri græn á Suðurlandi álykta:
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Ari Matthíasson
- Bergur Sigurðsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Bleika Eldingin
- Einar Ólafsson
- Elín Sigurðardóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðrún Axfjörð Elínardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jens Guð
- Jóhann Björnsson
- Jón Hjartarson
- Jón Þór Ólafsson
- Margrét Ingadóttir
- Rafn Gíslason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Soffía Sigurðardóttir
- Steinunn Camilla
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Tómasdóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ugla Egilsdóttir
- Vantrú
- Vefritid
- Árni Þór Sigurðsson
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórbergur Torfason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svanur Jóhannesson
Tenglar
Vinstri græn:
Góðir tenglar
- Femínistafélag Íslands Femínistafélag Íslands
- Amnesty International Amnesty International
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- fridur.is Vefur um friðar og afvopnunarmál
- múrinn.is Vefrit um þjóðmál, pólitík og menningu
- Vantrú vantru.is
Athugasemdir
Andrés: Hefði ekki verið rétt hjá þingmönnum VG að láta þá þjóðina ákveða það sjálfa í tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vil sækja um aðild að ESB. Mér finnst það tvískinungur að meina henni það sér í lagi þegar haft er í huga að þeyr þingmenn VG sem greiddu atkvæði sitt með frumvarpinu höfðu lýst sig mótfallna umsókn, mér er það óskiljanlegt að þeir skuli þá ekki sjá sér fært að leifa þjóðinni að ákveða þetta sjálfri. það eru aðrar ástæður en þær að men telji tímabært að fá skorið úr um ágreiningin um ESB sem veldur því að ekki má spyrja þjóðina hvort hún vill sækja um, það veist þú Andrés.
Rafn Gíslason, 16.7.2009 kl. 16:10
Til hamningju Ísland, loksins skynsamleg ákvörðun á Alþingi Íslendinga. heldur þú að við séum svo sérstök að við séum merkilegri en Finnar, Damir og Svíar? það er eingöngu verið að hugsa um hagsmuni almennings í þessu máli á kostnað stjórnsýslu sem býður upp á klæikuskap og spillingu. Húsnæðislán lækka um tugir og hundruðir miljóna. 20 miljón króna lán til 40 ára fer úr því að hafa greiðslubyrði upp á 17 falt lánið niður í 1,2 falt, þ.e úr 274 miljónum eftir 40 ár í 24 miljónir. Þetta eru rúmlega 800% munur sem þýðir þá mestu kjarabót sem íslenskum almenningi býðst upp á. Þarna munu færast á hverju ári 228 miljarðar frá auðmönnum til almennings. Mestu frjámagnsflutningar á milli stétta frá upphafi lýðveldisins.
Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.