Tækifæri ESB andstæðinga

Ég er á móti aðild að Evrópusambandinu og ég er á móti því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En, ef á annað borð er samþykkt að sækja um aðild, þá vil ég að það sé gert, samningar kláraðir og bornir fullbúnir undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðin gengur greinilega ekki einhuga til þessa verks, en hún mun heldur ekki gera það af aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja skuli um aðild. Með tvöfaldri atkvæðagreiðslu næst því ekki aukin þjóðarsátt heldur langvinnari átök.

Nú getum við sem ekki erum í samninganefndinni vonandi snúið okkur að brýnum verkefnum innanlands áður en þjóðin fer næst í hár saman út af Evrópusambandinu.

Þegar aðildarsamningurinn að Evrópusambandinu hefur verið felldur, hætta menn vonandi að tilbiðja þennan hjáguð.


mbl.is Evrópusinnar ættu að hafa áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband