Heiðursmannasamkomulag

Þeir þingmenn Borgarahreyfingarinnar sem greiddu atkvæði gegn yfirlýstri stefnu sinni og kusu með Sjálfstæðisflokknum til að hefna sín á ríkisstjórninni, eru búnir að fyrirgera öllu trausti til sín, varanlega. Ég skil vel að þeim hafi þótt flest meðul boðleg til að koma í veg fyrir Icesavesamningana. En þarna töpuðu þeir meiru en þeir áunnu. Þeir munu klárlega aldrei njóta nokkurs trausts meðal annarra þingmanna, hvar í flokki sem þeir standa. Svo misstu þeir líka mikið traust meðal almennings.

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa viðurkennt að hafa gert heiðursmannasamkomulag um stuðning í tilteknum málum sem ríkistjórnin vildi ná fram þar á meðal um aðildarumsóknina um ESB. Mann kannski einhver eftir því hvað hinir stjórnarandstöðuflokkarnir urðu ævir þegar Borgarahreyfingin fékk fleiri menn í nefndum en hún hefði fengið ef hún hefði fylkt sér í liði með íhaldi og framsókn við nefndarkjör.


mbl.is Fréttaskýring: Jaðrar við klofning í þinghópi borgaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þessi atburðarás heitir hentistefna. Tækifærissinnar stunda hentistefnu og það er þá niðurstaðan á greiningu vinnubragða Borgarhreyfingarinnar.

Flokkar sem svona vinna glata trausti annarra flokka svo ég tali nú ekki um kjósenda.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.7.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband