Undir miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunnar hvílir land sem hvorki stór hluti núlifandi kynslóða né komandi kynslóðir munu fá að kynnast. Vegna þessarar staðreyndar munu Ung vinstri-græn standa fyrir sorgar- og minningarstund næstkomandi laugardag, þann 6. janúar kl. 13:00, að Suðurgötu 3.
Við hvetjum alla félaga, jafnt unga sem aldna, til að koma. Bakkelsi úr ofnum ungliða verða á borðum og heitir jafnt sem kaldir drykkir til þess að skola því niður með.
Tveir flokksfélagar, annar sem hefur notið náttúrudýrðarinnar fyrir austan sem nú er undir lóni og hinn sem mun aldrei fá þess notið, munu taka til máls og minnast landsins.
Þrátt fyrir sorglegt tilefni vilja Ung vinstri-græn jafnframt nýta það til að veita ákveðum hóp verðlaun fyrir ósérhlífna baráttu fyrir náttúru Íslands. Einnig verður kynnt ljósmyndabók sem stjórn Ungra vinstri-grænna hefur útbúið í samstarfi við Christopher Lund, ljósmyndara. Þessi bók sem framleidd var í einu eintaki verður afhent landsbókasafni til varðveislu. Bókin geymir ljósmyndir af Kárahnjúkasvæðinu áður en því var drekkt. Það er ósk Ungra vinstri-grænna að núlifandi og komandi kynslóðir fái notið þessara mynda sem örlítillar sárabótar fyrir landið sem tekið var frá þeim, þó þær muni aldrei jafnast á við að kynnast landinu af eigin raun.
Stjórn Ungra vinstri-grænna
Við hvetjum alla félaga, jafnt unga sem aldna, til að koma. Bakkelsi úr ofnum ungliða verða á borðum og heitir jafnt sem kaldir drykkir til þess að skola því niður með.
Tveir flokksfélagar, annar sem hefur notið náttúrudýrðarinnar fyrir austan sem nú er undir lóni og hinn sem mun aldrei fá þess notið, munu taka til máls og minnast landsins.
Þrátt fyrir sorglegt tilefni vilja Ung vinstri-græn jafnframt nýta það til að veita ákveðum hóp verðlaun fyrir ósérhlífna baráttu fyrir náttúru Íslands. Einnig verður kynnt ljósmyndabók sem stjórn Ungra vinstri-grænna hefur útbúið í samstarfi við Christopher Lund, ljósmyndara. Þessi bók sem framleidd var í einu eintaki verður afhent landsbókasafni til varðveislu. Bókin geymir ljósmyndir af Kárahnjúkasvæðinu áður en því var drekkt. Það er ósk Ungra vinstri-grænna að núlifandi og komandi kynslóðir fái notið þessara mynda sem örlítillar sárabótar fyrir landið sem tekið var frá þeim, þó þær muni aldrei jafnast á við að kynnast landinu af eigin raun.
Stjórn Ungra vinstri-grænna
Nýjustu færslur
- Ræða mín frá flokksráðsfundi
- Heiðursmannasamkomulag
- Tækifæri ESB andstæðinga
- Þá er loksins komin endanleg niðurstaða
- Allir með öllum og enginn með mér
- Hvað hefur Davíð á þig?
- Ekki harðhentur
- Að snúa bökum saman
- Óumbeðin áskrift að Mogga
- In 1965 Israel was scared the Beatles would corrupt the country
- Kristin arfleifð íslenskrar kirkju
- NATO-væðing Íslands
- Efnahagur Íslands - Steingrímur J. Sigfússon
- Óþægilegar staðreyndir
- Ung vinstri græn á Suðurlandi álykta:
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Ari Matthíasson
- Bergur Sigurðsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Bleika Eldingin
- Einar Ólafsson
- Elín Sigurðardóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðrún Axfjörð Elínardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jens Guð
- Jóhann Björnsson
- Jón Hjartarson
- Jón Þór Ólafsson
- Margrét Ingadóttir
- Rafn Gíslason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Soffía Sigurðardóttir
- Steinunn Camilla
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Tómasdóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ugla Egilsdóttir
- Vantrú
- Vefritid
- Árni Þór Sigurðsson
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórbergur Torfason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svanur Jóhannesson
Tenglar
Vinstri græn:
Góðir tenglar
- Femínistafélag Íslands Femínistafélag Íslands
- Amnesty International Amnesty International
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- fridur.is Vefur um friðar og afvopnunarmál
- múrinn.is Vefrit um þjóðmál, pólitík og menningu
- Vantrú vantru.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.