Hættum við Bitruvirkjun
Ung Vinstri græn á Suðurlandi, skora á Orkuveitu Reykjavíkur og borgarstjórn Reykjavíkur að hætta við áform um Bitruvirkjun á Ölkelduhálsi.
Þetta svæði er mikil náttúruperla og verðmætt útivistarsvæði. Má um margt líkja því að náttúrufegurð við Landmannalaugar, sem engum heilvita manni dettur í hug að virkja.
Við minnum á að ekki er síst mikilvægt að vernda náttúru í nágrenni þéttbýlis. Það er hluti af lífsgæðum að geta notið ósnortinnar náttúru og gæta þess sem næst okkur er.
Nóg er af jarðvarmaorku sem hægt er að sækja án mikilla náttúrspjalla og nær að snú sér þangað fyrst.
Sjá einnig heimasíðuna: http://www.hengill.nu/
Vörumst vítin við Ingólfsfjall
Ung Vinstri græn á Suðurlandi skora á bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfus, að læra af mistökum sínum við afgreiðslu á efnistöku úr Ingólfsfjalli, en festast ekki í forherðingu, eins og óttast má af orðum bæjarstjóra þeirra, Ólafs Áka Ragnarssonar, á forsíðu Fréttablaðsins 9. nóvember: "Svo hefur sveitarfélagið úrslitavald að lokum og getur tekið aðra ákvörðun en Skipulagsstofnun, eins og við gerðum með námuna í Ingólfsfjalli," segir Ólafur.
http://www.vgarborg.is/
Bloggar | Miðvikudagur, 14. nóvember 2007 (breytt kl. 00:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íhaldið er búið að vera með stórar yfirlýsingar hérna í Árborg undanfarnar vikur með svo fullt af staðreyndavillum, að það má furðu sæta ef þeir færa þær eingöngu fram af fáfræði en ekki í hreinu blekkingarskyni. Þeir samþykktu að fara með miðbæinn okkar í arkitekta samkeppni og voru sjálfir við völd þegar sú vinna var mest í gangi, en núna halda þeir því fram að þeir hafi viljað fara allt aðra leið í þessu máli og vilja rifta samningum og byrja alveg upp á nýtt. Hvað gerðu þeir til að rifta samningum við Miðjuna meðan á 6 mánaða valdatíð þeirra stóð s.l. sumar? Hvaða dreifbýlishugsjón rak þá áfram í að koma í gegn á sama tíma blokkaskipulagi Sigtúnsreitsins, sem er nú innan núverandi miðbæjarskipulags?
Það var reyndar síðasta verk bæjarstjórnar íhalds og framsóknar fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2002 að troða þáverandi háhýsa hugmyndum Miðjunnar inn í skipulagsferli hér í Árborg.
Þar á undan hafði langvarandi seta íhaldsins í bæjarstjórn Selfoss ekkert viljað gera fyrir miðbæinn, sem samanstóð af gömlum skúrum, sláturhúsi og eyðimörk sem nú kallast því fína nafni bæjargarður og má ekki skerða með byggingum. Hvaða bæjargarð er verið að skerða? Þarna hefur aldrei verið neinn bæjargarður, nema um tíma á teikningum sem bæjarstjórn samþykkti en gerði ekkert meira með, sem er í stíl við annað í skelfilegu stöðnunartímabili íhaldsins hér í bæ.
Eyþór Arnalds, sem er nýr meðhjálpari íhaldsins hér í bæ, virðist vita fátt um forsögu mála og láta misvitra félaga sína bulla við sig, svo veitir hann bullinu framgang í öðrum fjölmiðlum og eigin bloggi. Eyþór minn, viltu ekki fara að kynna þér mál og hætta að vera þessi bullveita?
SR-verktakar segja Eyþór Arnalds fara með rangt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 18. júní 2007 (breytt kl. 19:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við hvetjum alla félaga, jafnt unga sem aldna, til að koma. Bakkelsi úr ofnum ungliða verða á borðum og heitir jafnt sem kaldir drykkir til þess að skola því niður með.
Tveir flokksfélagar, annar sem hefur notið náttúrudýrðarinnar fyrir austan sem nú er undir lóni og hinn sem mun aldrei fá þess notið, munu taka til máls og minnast landsins.
Þrátt fyrir sorglegt tilefni vilja Ung vinstri-græn jafnframt nýta það til að veita ákveðum hóp verðlaun fyrir ósérhlífna baráttu fyrir náttúru Íslands. Einnig verður kynnt ljósmyndabók sem stjórn Ungra vinstri-grænna hefur útbúið í samstarfi við Christopher Lund, ljósmyndara. Þessi bók sem framleidd var í einu eintaki verður afhent landsbókasafni til varðveislu. Bókin geymir ljósmyndir af Kárahnjúkasvæðinu áður en því var drekkt. Það er ósk Ungra vinstri-grænna að núlifandi og komandi kynslóðir fái notið þessara mynda sem örlítillar sárabótar fyrir landið sem tekið var frá þeim, þó þær muni aldrei jafnast á við að kynnast landinu af eigin raun.
Stjórn Ungra vinstri-grænna
Bloggar | Fimmtudagur, 4. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekkert sérstaklega mikið um þennan mann fyrr en hann lést og ég fór að lesa mér til um hver hann hafi verið.
Í leiðinni fann ég grein um viðtal við fyrrum forsetann frá árinu 2004 sem hann bað um að yrði ekki birt fyrr en hann væri allur.
Græðum sárin. Hættum að taka rangar ákvarðanir.
Greinina er að fina á washingtonpost.com
Bush sagði Ford hafa grætt sár bandarísku þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 2. janúar 2007 (breytt kl. 19:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir hrópuðu "Moqtada, Moqtada, Moqtada!" og ein kallar "Long live Mohammed Bakr Sadr!"
Óheppilegt að hljóðið skyldi "óvart" vera með.
Írösk stjórvöld fyrirskipa rannsókn á myndatökum af aftöku Saddams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 2. janúar 2007 (breytt 3.1.2007 kl. 04:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Margir hafa líst því yfir að réttarhöldin yfir Bush yngri hafi verið ósanngjörn og niðurstaðan fyrirfram ákveðin. Í nótt, eins og alþjóð veit, var fyrrum forseti Bandaríkjanna tekinn af lífi í Texas. Eftir að hafa verið fundinn sekur um að vera ábyrgur fyrir dauða 3000 samborgara sinna og að hafa með lygum og blekkingum valdið dauða 700 þúsund íbúa Íraks og Afganistans, var hann dæmdur og tekinn af lífi. Þegar þeirri kröfu lögfræðinga hans að fá að máli hans áfrýjað, var hafnað af nýja bandaríska hæstaréttardómskerfinu, var það ljóst að hann skyldi verða aflífaður innan 30 daga. Bush og fjölmargir lögfræðingar hans héldu því fram í gegnum öll réttarhöldin að þau væru sýndarréttarhöld og ólögleg. Þegar dómurinn var uppkveðinn hrópaði Bush minni: "Long live the people. Long live the United States. Down with the evildoers."
Saudi arabíski herinn sem hersetið hefur landið undanfarin 5 ár afhenti Bush til hinna nýju bandarísku stjórnvalda. Var hann leiddur inn í klefa af nokkrum grímuklæddum mönum sem ávíttu hann og fóru með niðrandi orð um hann og lofuðu frelsarann Bin Laden meðan þeir bundu hann fastan í rafmagnsstólinn. Bush litli fór með bæn og ávítti óvini sína og kallaði þá Axis of evil, en þegar hann var við það að klára faðirvorið var rafmagninu hleypt á. Myndbandið sem að fréttastofur út um allan heim fengu í hendur voru teknar, að sögn Bandaríkjamanna, til að sýna fram á að Bush smái hafi ekki dáið hetjulegum dauða.
Sumir hafa sagt að það sé ákveðin kaldhæðni að illmenni á borð við Bush annan, sem var einn af hörðustu stuðningsmönnum dauðarefsinga og sendi sjálfur nokra tugi manna í rafmagnsstólinn þegar hann var fylkisstjóri í Texas, skyldi hljóta þessi örlög fyrir glæpi sína gegn mannkyninu. Sumir benda einnig á að þessi atburður muni einungis kasta olíu á þegar ógnvænlegan eld sem logar á milli Bandaríkjanna og austurlanda og það að gera hann að píslavætti sé það síðasta sem landar hans þurfi á að halda nú þegar verið er að reyna koma þjóðinni saman aftur. Það hefur einnig verið gagnrýnt að aftakan sé framkvæmd á jólunum, sem er ein af helgustu hátíðum kristinna manna um allan heim, hátíð ljóss og friðar.
Vissuleg var Bush vondur maður og hataður bæði af samborgurum sínum sem fjölmörgum öðrum, en hvort sem hann var sekur eður ei, sem hann að mínu mati var. Að refsa fyrir dráp, með því að drepa dráparann, er í raun yfirlýsing um réttmæti þess að mega drepa fólk í hefndarskyni og snýst þannig algjörlega gegn því sem henni er ætlað að ná fram. Við búum flest í réttarríkjum þar sem morð og aftökur eru bannaðar og þó að nokkur lönd, Bandaríkin og Írak þar á meðal, noti þessa aðferðafræði til að sópa óþægilegum málum undir teppið, þá ber okkur sem siðmenntaðri þjóð ekki að bera virðingu fyrir því, ekkert frekar en annarskonar kúgun sem önnur ríki beita og við erum ekki sammála. Þess vegna mótmæli ég því að utanríkisráðherra segi, í okkar nafni, að jafnvel þó við séum á móti dauðarefsingum, skuli virða rétt Bandaríkjanna til að taka manninn af lífi.
Tími Bush er liðinn, en enn eru eftir samsekir bræður og systur hans, Cheney, Blair og Rice og hinir sem dómstólar eiga eftir að dæma. Nú þarf að stoppa þessa bylgju ofbeldis og hætta að deyða og byrja að græða sárin.
Gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár.
Ofbeldisaldan í Írak kostaði 16.273 lífið á síðasta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 1. janúar 2007 (breytt 2.1.2007 kl. 14:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Mánudagur, 1. janúar 2007 (breytt kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Ræða mín frá flokksráðsfundi
- Heiðursmannasamkomulag
- Tækifæri ESB andstæðinga
- Þá er loksins komin endanleg niðurstaða
- Allir með öllum og enginn með mér
- Hvað hefur Davíð á þig?
- Ekki harðhentur
- Að snúa bökum saman
- Óumbeðin áskrift að Mogga
- In 1965 Israel was scared the Beatles would corrupt the country
- Kristin arfleifð íslenskrar kirkju
- NATO-væðing Íslands
- Efnahagur Íslands - Steingrímur J. Sigfússon
- Óþægilegar staðreyndir
- Ung vinstri græn á Suðurlandi álykta:
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Ari Matthíasson
- Bergur Sigurðsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Bleika Eldingin
- Einar Ólafsson
- Elín Sigurðardóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðrún Axfjörð Elínardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jens Guð
- Jóhann Björnsson
- Jón Hjartarson
- Jón Þór Ólafsson
- Margrét Ingadóttir
- Rafn Gíslason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Soffía Sigurðardóttir
- Steinunn Camilla
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Tómasdóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ugla Egilsdóttir
- Vantrú
- Vefritid
- Árni Þór Sigurðsson
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórbergur Torfason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svanur Jóhannesson
Tenglar
Vinstri græn:
Góðir tenglar
- Femínistafélag Íslands Femínistafélag Íslands
- Amnesty International Amnesty International
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- fridur.is Vefur um friðar og afvopnunarmál
- múrinn.is Vefrit um þjóðmál, pólitík og menningu
- Vantrú vantru.is